GULL FINNST Í BREIÐDAL!
Þriðjudagur, 03. ágúst 2010 12:32

pyrite

 

Pýrít - Glópagull
...láttu ekki glepjast – ekki er allt gull sem glóir!

 

Þó að ekki sé til nægilegt magn af málmum á Íslandi til vinnslu, finnast hér

ýmsar málmsteindir s.s. pýrít.

 

Pýrít, sem einnig er nefnt járnkís, brennisteinskís og glópagull, er myndað úr

efnasambandi járns og brennisteins (FeS2).  Það myndar oft teningslaga

kristalla og er gjarnan nefnt glópagull þar sem það er gulllitað og glóir eins

og gull.

 

Pýrít fellur út úr brennisteinsríkum vökvum í jarðhitakerfum og er algengt við

hveri (sbr. brennisteinslykt af hveravatni), einkum á háhitasvæðum, og kringum

kólnandi innskot og ganga þar sem bergið umhverfis ummyndast af jarðhita.

Pýrít bráðnar við 742°C.

 

Pýrít er algengt hér á landi í eða við kalk- eða kvarsæðar. Það myndar þá

glitrandi skánir á sprunguflötum eða dreif af gullglitrandi smákornum í berginu.

 

Pýrít veðrast fremur fljótt og verður að mýrarauða.

 

Sé pýríti slegið saman við tinnustein fást neistar sem kveikja má eld með.

 

Pýrít er t.d. unnið á Spáni og í Japan og er það þá notað til brennisteinssýru-

framleiðslu.  Við vinnsluna falla líka til, auk brennisteins, járn og jafnvel gull

og aðrir dýrmætir málmar.

 

Hér er mynd af glópagullinu sem fannst í Breiðdal.

 

glopagull