Sýning á myndum úr ljósmyndasamkeppninni í Gamla kaupfélaginu er að ljúka.
Mánudagur, 09. ágúst 2010 21:04

Sumarið 2009 var efnt til ljósmyndakeppni á vegum Breiðdalshrepps.  Góð

þátttaka var og alls komu 67 ljósmyndir, sem sýndar hafa verið á vefsíðu Breiðdalshrepps. 

Í vor var skipuð þriggja manna dómnefnd til að velja í þrjú efstu sætin.  Valin

var ein mynd frá hverjum þátttakenda og hafa þessar myndir verið til sýnis í Gamla kaupfélaginu

í sumar.  Úrslit dómnefndar og verðlaun verða afhent fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í

keppninni, ásamt vali sýningargesta á bestu myndinni verða fimmtudaginn 12. ágúst nk. kl. 19:30.  Úrslitin verða birt á vefsíðunni föstudaginn 13. ágúst en sýningunni lýkur miðvikudaginn 18. ágúst.