Skip to main content

Opið hús í borkjarnasafninu á Breiðdalsvík, 19. maí 17

Föstudaginn 19. maí verður opið hús í húsakynnum borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar á Breiðdalsvík. Framkvæmdir hafa staðið yfir í vetur við uppsetningu hillurekka til að koma borkjörnunum fyrir. Þeim áfanga er nú að verða lokið og því er gott tilefni til að hafa opið hús og kynna starfsemi borkjarnasafnsins fyrir heimamönnum og öðrum gestum. Húsið verður opið frá 12-18 og eru allir hjartanlega velkomnir. Kaffi og kleinur í boði hússins.

borkjarnasafn opi hus 19 5 17 bvo

  • Created on .
  • Hits: 1370