Skip to main content

Myndskeið Walkers á stafrænu formi og "Viscous shape"

LISTI YFIR MYNDSKEIÐ FRÁ WALKER  - filmurnar eru geymdar í Kvikmyndasafni Íslands í Hafnarfirði.

Listamenn, sérfræðingar á sviði myndgreiningar, voru í Breiðdalssetri og klipptu saman 5-mín-myndskeið úr u.þ.b. 10 klst myndefni sem til er í Breiðdalssetri

Það sem þeir segja eftir einnar viku vinnu með efnið:

"It takes more than guts to peer into an erupting volcano... Or to stand beside a river of lava moving at 40mph... Or to gaze at a cloud of tephra larger than any skyscraper. It could even be said that in doing these things it's not just the earth's stomach that you witness but your own insides, your human guts and sense of scale. During the later years of his life, George Walker turned to investigating active volcanos as a way to perpetuate and develop the then little-known science of rheology (the study of fluid dynamics). Walker used cinematic technologies to record his rigorous explorations of lava flow, and only now have his films been rediscovered and preserved for the public to share in his life's work. With an eye for the unlikely and ineffable, artists Curtis Tamm (USA) and Hermione Spriggs (UK) reopen the unseen cinematic and textual archives of George Walker. Through a collaboration with Breiðdalssetur, geology center, the artists work with Walker's archive as a way to engage the literal and metaphysical implications raised by the groundbreaking work of this scarcely known geologist."

Styrkt af "The Arts Council England International Development Fund" & Byggðastofnun

teaser picture               Skoða sýnishorn af myndböndum

 • Created on .
 • Hits: 1210

Walker sýni frá Hawaii

Walker skildi eftir sig kennsluefni í Honolulu, þegar hann flutti aftur til Englands fyrir 20 árum. Starfsmaður Breiðdalsseturs fór til Hawaii í mars 2016 og gekk frá sýnum Walkers til flutnings. Sýnin (2 bretti) eða 1,3 t, voru í rúma tvo mánuði á leiðinni og var siglt yfir hálft Kyrrahafið, í gegnum Panama skurðinn yfir á Atlantshaf, til Rotterdam og loks þaðan til Íslands. Sýnin eru frá eldfjöllum alls staðar að úr heiminum, en aðallega af Kyrrahafssvæðinu. Starfsmönnum Háskólans í Hawaii  eru færðar þakkir fyrir alla aðstoðina.

Gögn í Honolulu Hawaii, mars 2016:

hawaii bdv 0hawaii bdv 01hawaii bdv 02

Sendingin komin til Breiðdalsvíkur, maí 2016:

hawaii bdv 1hawaii bdv 2hawaii bdv 3

 • Created on .
 • Hits: 1311

Viðburðir í tengslum við 90 ára afmæli Walkers dagana 2. og 5. mars 2016

Í ár hefði G.P.L. Walker orðið níræður. Í tilefni þess verður haldið afmæliskaffi 2. mars og málþing í Breiðdalssetri laugardaginn 5. mars kl 13:30. Þar flytja þrír jarðfræðingar stutt erindi, meðal annars um "Jarðhitaleit á Austurlandi." Þeir Ármann Höskuldsson, Ómar Bjarki Smárason & Þorvaldur Þorðarson.

Meira um viðburðana og fyrirlestrar

afmli 2 mars 2016  afmli 5 mars 2016 fyrirlestrar

 • Created on .
 • Hits: 1295

Vísindagrein eftir G.P.L. Walker og fl.

 • Created on .
 • Hits: 1264

Grein eftir George P.L. Walker, Austurland

 • Created on .
 • Hits: 1379

Ljósmyndir eftir Walker frá Austurlandi: Þorp, bæir og fólk, 1954-1965

Berufjörður-Breiðdalur

Fjarðabyggð

Suðausturland

Fljótsdalur & nágrenni

Fólk

Annað

Ljósmyndirnar eru úr myndasafni jarðfræðingsins George P.L. Walker, en hér má sjá myndir sem eru ekki tengdar jarðfræði (rúmlega 200 myndir). Þessar ljósmyndir voru sýndar í Breiðdalssetri 16. nóv. 2014.

breiddalsvvik 1960                dagarmyrkurs walker

Breiðdalsvík, Ásvegur, ásamt Gamla Kaupfélaginu, 1962

 • Created on .
 • Hits: 1379

Jarðfræðimálþing "Í fótspor Walkers" 30.-31. ágúst 2014 á Breiðdalsvík

Til að heiðra minningu breska jarðfræðingsins George P.L. Walkers og vekja áhuga á jarðfræði Austurlands, mun Breiðdalssetur standa fyrir málþingi um jarðfræði Austurlands helgina 30.-31. ágúst 2014. Málþingið mun bera titillinn„Í fótspor Walkers“og er laugardagurinn ætlaður til fyrirlestra og sunnudagurinn í skoðanaferð um Berufjörð og Breiðdal.

Styrkt af AlcoaAlcoa Fjarðaál

Upplýsingar

Fyrirlestrar málþings

walker    Walker í Hawaii, 1984

 

 

 • Created on .
 • Hits: 1497

Dr. G.P.L. Walker - æviágrip

Walker previewGEORGE PATRICK LEONARD WALKER

Fæddur í London 2. mars 1926.

Meistarapróf frá Belfast 1949, doktor frá Leeds 1956 (holufyllingar í blágrýtislögum á N-Írlandi)
Kennari við Lundúnaháskóla (Imperial College) 1951–1978.
Rannsóknir hérlendis 1955–1965. Heimsóknir m.a. 1973, 1974, 1977, 1980, 1982, 1988 og 1995.
Síðari rannsóknir einkum Azoreyjar, Ítalía, Kanaríeyjar, Nýja Sjáland, Indónesía og Hawaiieyjar.
Búsettur eftir 1978 á Nýja Sjálandi, Hawaiieyjum og síðast í Gloucester.

Látinn 17. janúar 2005, 78 ára.

Spjald æviágrip Walkers sem pdf

S. Self and R.S.J. Sparks, 2006. George Patrick Leonard Walker. 2 March 1926 - 17 January 2005. Biographical Memoirs - Fellows of the Royal Society 52, 423-436.

Heimir Gíslason, 2006. Í minningu dr. Walkers. Glettingur 43, 20-22.

 • Created on .
 • Hits: 1360