Skip to main content

Borkjarnasafnið og samstarf við Náttúrufræðistofnun Íslands

Borkjarnasafn Íslands er í eigu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Starfsstöðvar Náttúrufræðistofnunar Íslands eru tvær, í Garðabæ og á Akureyri, og borkjarnasafn stofnunarinnar er á Breiðdalsvík þar sem það er rekið í samstarfi við Breiðdalssetur.

NI  Skýrslur um framvindu upppýggingar borkajrnasafnsins 2015-2017: 1 3 Breiddalssetur LR

2016 (1) - 2016 (2) - 2017

asj borkjarnasafn

  • Created on .
  • Hits: 1665

Borkjarnasafnið í fjölmiðlum

-N4 kom í ágúst 2017 og tók upp fyrir þætti „Að austan“ ekki vitað er hvort eða hvenær efnið verður sýnt.

-MBL 19.12.16: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/12/19/hysa_kjarna_ur_800_holum

-RÚV Þáttur „Landinn“ frá 1.5.2016, upptökur lok apríl 2016. ISLAND I KÖSSUM

ruv mai 16 hus  ruv mai 16 mg d

-MBL 13.6.2015: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/13/300_tonn_af_borkjornum_til_breiddalsvikur/

-Austurfrétt 11.6.2015: http://www.austurfrett.is/frettir/3534-300-tonna-safn-flyst-a-breiddalsvik

-RUV-frétt 11.6.2015: http://ruv.is/frett/300-tonna-safn-flutt-til-breiddalsvikur

  • Created on .
  • Hits: 1477

Opið hús í borkjarnasafninu, 19. maí 2017 og IRDP-kjarninn

borkjarnasafn opi hus 19 5 17 bvoOpið hús var í Borkjarnasafni Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) á Breiðdalsvík föstudaginn 19. maí. Viðburðurinn var samstarfsverkefni á milli NÍ og Breiðdalsseturs. Fjöldi gesta kom og skoðaði hversu vel hefur tekist til með þessa uppbyggingu sem hófst á árinu 2015. Framkvæmdir hafa staðið yfir í vetur við uppsetningu hillurekka til að koma borkjörnunum fyrir. Þeim áfanga er nú að verða lokið og því er gott tilefni til að hafa opið hús og kynna starfsemi borkjarnasafnsins fyrir heimamönnum og öðrum gestum. Húsið var opið frá 12-18.

MYNDIRNAR segja meira en mörg orð, en gamla sláturhúsið hefur fengið nýtt hlutverk sem glaðst var yfir í dag.

Starfsmenn safnsins voru allir þarna. Þeir eru dr. Birgir Óskarsson jarðfræðingur, sem hefur yfirumsjón með safninu fyrir hönd NÍ, Martin Gasser, jarðfræðingur í borkjarnasafninu og Breiðdalssetri og síðast en ekki síst Hrafnkell Hannesson sem hefur starfað við safnið frá upphafi sem tæknimaður.

GlymufjSérstaklega ánægalegt var að geta sýnt einn frægasta borkjarna Íslands, IRDP-karni (Iceland Research Drilling Project) sem fékkst við djúpborun (1919 m) sem fram fór á árinu 1978 á Reyðarfirði. Kjarninn hefur alla tíð verið geymdur á Reyðarfirði og var loksins fluttur á endastöð til Breiðdalsvíkur nú í byrjun maí. Glímufélagið á Reyðarfirði bar kassana upp úr kjallara Stríðsárasafnsins (mynd til vinstri), þar sem ekki var hægt að komast að þeim með lyftara. Þeim eru færðar kærar þakkir fyrir hjálpina. Einnig er fulltrúum Fjarðabyggðar þakkaður stuðningurinn með því að senda þessa borkjarna í safnið.

Hægt er að lesa meira um borunina í Reyðarfirði hér. Heiðursgestur var Jóhann Helgason, jarðfræðingur við Landmælingar Íslands sem vann með áðurnefnda IRDP-kjarna á sínum tíma.

19 5 17 gestir jfr  19 5 17

Vinstri: Aðilar sem komu að uppsetningu borkjarnasafnsins. Hægri: Starfsmenn NÍ og Breiðdalsseturs ásamt heiðursgesti Jóhanni Helgasyni.

heimamenn hh  borkjarnasafn opi hus 19 5 17hh a

Vinstri: Heimamenn að skoða borkjarnasafnið. Hægri: Jarðfræðingar að skoða IRDP kjarnann.

  • Created on .
  • Hits: 1910

IRDP (Iceland Research Drilling Project) kjarninn - gögn

  • Í borkjarnasafninu á Breiðdalsvík er kjarni sem fékkst úr rannsóknarholu við Áreyjar í Reyðarfirði árið 1978. Það ár fór fram fjölþjóðlegt verkefni við borun og sýnatöku kjarnans og höfðu þátttakendur aðstöðu á Reyðarfirði. Að borun lokinni var kjarnanum komið fyrir í Dalhousie háskóla í Halifax, Kanada. Síðan var ætlunin að honum yrði endanlega skilað til varðveislu á Íslandi. Það gekk eftir og árið 1998 var kjarninn fluttur til Reyðarfjarðar og komið fyrir til bráðabirgða í Stríðsminjasafninu. Árið 2017 var síðan fundinn varanlegur geymslustaður fyrir kjarnann í borkjarnasafninu á Breiðdalsvík. Kjarninn, sem er 1919 m langur, þykir merkilegur vegna ítarlegra rannsókna sem á honum voru gerðar og ekki síst tengingu kjarnans við yfirborðsjarðfræði svæðisins á Reyðarfirði.

  • Vigfus OlafssonÁ myndinni er Vigfús Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri á Reyðarfirði, við gáminn sem kjarninn kom í frá Halifax. Flutninginn til Íslands annaðist Eimskip án endurgjalds. Mynd eftir Jóhann Helgasonþ

  • Ljósmyndir af boruninni 1978 eftir Marcos Zentilli 3

    Borun IRDP-holu á Áreyjum í Reyðarfrði 1978, mynd eftir Marcos Zentilli.



    IRDP articles 1982  18582240 10209120071780194 1045231028024027670 n irdp obs  

  • Yfirlit vísindagreinanna um IRDP í "Journal of Geophysical Research, Vol. 87, 1982

  • Ljósmyndir af kjarnanum eftir Jóhann Helgason 564 m  -  962 m

  • Samantekt af log-bókum (core summaries) eftir Paul T. Robinsson og Hans-Ulrich Schminke 1978

IRDP core summaries 1 001  IRDP core summaries 1 003  IRDP core summaries 1 007  pdf-skjöl: PART 1 - PART 2 - PART 3 - PART 4


  Log bækur sem pdf frá 1978 hér fyrir neðan  IRDP detailed core log volume 1001 001  IRDP detailed core log volume 1001 012

 

  • Created on .
  • Hits: 2144