Skip to main content

Opið hús í borkjarnasafninu, 19. maí 2017 og IRDP-kjarninn

borkjarnasafn opi hus 19 5 17 bvoOpið hús var í Borkjarnasafni Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) á Breiðdalsvík föstudaginn 19. maí. Viðburðurinn var samstarfsverkefni á milli NÍ og Breiðdalsseturs. Fjöldi gesta kom og skoðaði hversu vel hefur tekist til með þessa uppbyggingu sem hófst á árinu 2015. Framkvæmdir hafa staðið yfir í vetur við uppsetningu hillurekka til að koma borkjörnunum fyrir. Þeim áfanga er nú að verða lokið og því er gott tilefni til að hafa opið hús og kynna starfsemi borkjarnasafnsins fyrir heimamönnum og öðrum gestum. Húsið var opið frá 12-18.

MYNDIRNAR segja meira en mörg orð, en gamla sláturhúsið hefur fengið nýtt hlutverk sem glaðst var yfir í dag.

Starfsmenn safnsins voru allir þarna. Þeir eru dr. Birgir Óskarsson jarðfræðingur, sem hefur yfirumsjón með safninu fyrir hönd NÍ, Martin Gasser, jarðfræðingur í borkjarnasafninu og Breiðdalssetri og síðast en ekki síst Hrafnkell Hannesson sem hefur starfað við safnið frá upphafi sem tæknimaður.

GlymufjSérstaklega ánægalegt var að geta sýnt einn frægasta borkjarna Íslands, IRDP-karni (Iceland Research Drilling Project) sem fékkst við djúpborun (1919 m) sem fram fór á árinu 1978 á Reyðarfirði. Kjarninn hefur alla tíð verið geymdur á Reyðarfirði og var loksins fluttur á endastöð til Breiðdalsvíkur nú í byrjun maí. Glímufélagið á Reyðarfirði bar kassana upp úr kjallara Stríðsárasafnsins (mynd til vinstri), þar sem ekki var hægt að komast að þeim með lyftara. Þeim eru færðar kærar þakkir fyrir hjálpina. Einnig er fulltrúum Fjarðabyggðar þakkaður stuðningurinn með því að senda þessa borkjarna í safnið.

Hægt er að lesa meira um borunina í Reyðarfirði hér. Heiðursgestur var Jóhann Helgason, jarðfræðingur við Landmælingar Íslands sem vann með áðurnefnda IRDP-kjarna á sínum tíma.

19 5 17 gestir jfr  19 5 17

Vinstri: Aðilar sem komu að uppsetningu borkjarnasafnsins. Hægri: Starfsmenn NÍ og Breiðdalsseturs ásamt heiðursgesti Jóhanni Helgasyni.

heimamenn hh  borkjarnasafn opi hus 19 5 17hh a

Vinstri: Heimamenn að skoða borkjarnasafnið. Hægri: Jarðfræðingar að skoða IRDP kjarnann.

  • Created on .
  • Hits: 1575