Skip to main content

Málþing í Breiðdalssetri 1. september 2018 – Skáldaþing, austfirsk skáld og rithöfundar

Frá stofnun Breiðdalsseturs hefur sú hefð verið í heiðri höfð að að ljúka sumarstarfinu með metnaðarfullu málþingi, þar sem lögð er mikil áhersla á góða fyrirlesara og áhugavert umfjöllunarefni. Málþingið var haldið laugardaginn 1. september. Að þessu sinni var haldið Skáldaþing um austfirsk skáld og rithöfunda. LJÓSMYNDIR HÉR

Titillinn byggir á tveimur verkum dr. Stefáns Einarssonar prófessors við John Hopkins háskólann í Baltimore í Bandaríkjunum, en í Breiðdalssetri er minningarstofa um þennan merka Breiðdæling.

3. Vsteinn lasonVésteinn Ólason stjórnarmaður í Breiðdalssetri og fyrrv. forstöðumaður Árnastofnunar og prófessor við HÍ annaðist undirbúning og skipulagningu skáldaþings í samvinnu við Magnús Stefánsson og stjórn Breiðdalsseturs. Það er mat þeirra sem þarna komu, að skáldaþingið hafi tekist einstaklega vel, það er auðvitað fyrst og fremst Vésteini að þakka, en einnig austfirsku skáldunum, sem lásu úr verkum sínum sem og öðrum fyrirlesurum sem fluttu efni á þinginu. Salurinn í Breiðdalssetri var þéttsetinn og skemmtu gestir sér hið besta.

 

2. Vilborg DagbjartsdttirHeiðursgestur Skáldaþings var þjóðskáldið Vilborg Dagbjartsdóttir, sem sýndi Breiðdalssetri þann heiður að koma um langan veg til að lesa úr verkum sínum. Vilborg kom austur í fylgd Þorgeirs sonar síns. Vilborg las úr ljóðum sínum og vann hug og hjörtu allra sem þarna voru með glaðværð og vinsemd. Vilborg er 88 ára gömul en heillaði alla sem hana hittu. Vésteinn Ólason kynnti heiðursgest skáldaþingsins, Vilborgu Dagbjartsdóttur frá Seyðisfirði og flutti erindi um feril Vilborgar og skáldskap hennar. Vésteinn las einnig þýðingu eftir fyrrum skólasystur hans og Unnar konu Vésteins. Það var Sigrún Björgvinsdóttir skáldkona sem lést fyrir nokkrum árum.

6. Magns Stefnsson5. Sigurborg HilmarsdttirMagnús Stefánsson, formaður Félags ljóðaunnenda á Austurlandi átti stóran þátt í að undirbúa skáldaþingið. Hann las úr ljóðabók Sigrúnar Björgvinsdóttur, sem félagið gaf út skömmu fyrir andlát Sigrúnar.

Sigurborg Hilmarsdóttir frá Eskifirði las úr verkum móðurbróður síns, Einars Braga, skálds og rithöfundar og sagði sögur af þessum skemmtilega manni.

 

4. Anna Margrt Birgisdttir7. Kristjn EirkssonAnna Margrét Birgisdóttir, grunnskólakennari og bókasafnsfræðingur, innfæddur Breiðdælingur, las úr verkum þriggja austfirskra skálda, þeirra Guðfinnu Þorsteinsdóttur (Erlu) frá Vopnafirði og breiðdælsku skáldanna Sigurjóns Jónssonar í Snæhvammi og Guðjóns Sveinssonar. Anna Margrét er afburða upplesari og fræðimaður. Að loknu kaffihléi hófst dagskráin með umfjöllun og upplestri Kristjáns Eiríkssonar um austfirsku stökuna, frá Páli Ólafssyni til okkar tíma. Þar fuku margar skemmtilegar stökur og salurinn skellihló aftur og aftur.

8. Ingunn Sndal9. Steinunn smundsdttirFyrst skáldanna sem lásu úr eign verkum var Ingunn Snædal (vinstri). Ingunn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2006 fyrir ljóðabókina Guðlausir menn - Hugleiðingar um jökulvatn og ást. Steinunn Ásmundsdóttir (hægri) las einnig úr ljóðum sínum. Sterk ljóð og mörg hver mjög persónuleg gripu áheyendur sem hrifust með við fallegan lestur Steinunnar.bókum sínum og einnig nýtt ófullgert ljóð sem vakti mikla athygli.

 

10. Sveinn Snorri SveinssonSveinn Snorri Sveinsson ljóðskáld á Egilsstöðum hreif áheyrendur með upplestri sínum. Hann hefur gefið út 10 ljóðabækur og las úr nokkrum þeirra. M.a. úr bókinni Götuslætti regndropanna sem kom úr 2016. Áður en hann las ástarljóð til konu sinnar sagði hann á hrífandi hátt frá því þegar hann samdi ljóðið við opinn glugga í háhýsi í Manila, á 34. hæð og hlýr ylurinn barst inn um opinn gluggann að kvöldlagi.

 

11. Jnas Reynir GunnarssonJónas Reynir Gunnarsson var síðasta skáldið sem las úr verkum sínum. Jónas er verðlaunaskáld, hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í fyrra, 2017, fyrir ljóðabókina Stór olíuskip. Hann las úr verðlaunabókinni og fleiri verkum sínum. Í fyrra, 2017 vann hann það afrek að á mánaðartímabili komu út þrjár bækur eftir hann. Tvær ljóðabækur og ein skáldsaga. Jónas lýsti skemmtilega tilurð ófullgerðs ljóðs sem hann las fyrir gesti skáldaþingsins.

 

Það er mat þess sem þessar línur skrifar, að einstaklega vel hafi tekist til með Skáldaþingið. Það fór margt saman. Góður undirbúningur, áhugaverð dagskrá, frábærir fyrirlesarar og síðast en ekki síst heilluðu skáldin sem lásu úr verkum sínum.

Sérstakar þakkir fær Vésteinn Ólason, sem vann ómetanlega vinnu við undirbúning og skipulagningu Skáldaþingsins.

Hákon Hansson, formaður stjórnar Breiðdalsseturs

  • Created on .
  • Hits: 3812

Hljóðuptökur Stefáns Einarssonar

Stefán var sá fyrsti til að taka upp þjóðfræðilegt efni á segulband hér á landi. Upptökurnar hans voru annars vegar gerðar í september árið 1954 í skrifstofu kaufélagsstjórans í Gamla Kaupfélaginu sem nú hýsir Breiðdalssetur og hins vegar árið 1957 í Suðursveit.

Eftirfarandi upptökur eru til í Breiðdalssetri sem afrit frá Árnastofnun Háskóla Íslands

Anna Jónsdottir, f.1893 og Gísli Björnsson, f.1876                                                
Kristin Helga Þórarinsdóttir f. 1867                                                         
Gísli Stefánsson Brekkuborg, f. 1887                                                      
Sigurjón Jonsson, Snæhvammi, f. 1896
Lára Inga Lárusdóttir, f. 1924 á Gilsá                                                 
Elísabet Stefánsdóttir, f. 1888 í Jórvík
Hannes M. Þórðarson,  f. 1902 í Jórvík
Guðný Jónasdóttir & Jón Björgólfsson á Þorvaldsstöðum                                                            
Stefán Guðmundsson frá Felli, f. 1898                                                 
 Þorbjörg R. Pálsdóttir frá Gislá, f. 1885                                              

Hljodupptokur Innihald Diskar1 3

 

  • Created on .
  • Hits: 1313

Málþingin 2012 & 2013 í minningu Stefáns Einarssonar í fjölmiðlum

  • Created on .
  • Hits: 1183

Dr. Stefán Einarsson - ævisaga

einarssonPrófessor Dr. Stefán Einarsson fæddist á Höskuldsstöðum í Breiðdal Suður - Múlasýslu 9. júní 1897. Foreldrar hans voru hjónin Einar Gunnlaugsson, bóndi og póstafgreiðslumaður, og Margrét Jónsdóttir. Að Höskuldsstöðum, þar sem Tóin gnæfir yfir há og tignarleg og fjallið á móti hinum megin við ána sem málverk gert úr marglitu líparítgrjóti, ólst Stefán upp.


Dr. Stefán gekk fyrst í Gagnfræðaskólann á Akureyri, en varð síðan stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1917. Að loknu stúdentsprófi fór Stefán í Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi í íslenskum fræðum 1923-24. Stefán var veturinn 1924-25 í Helsinki og lagði stund á hljóðfræði. Um tíma árið 1925 var Stefán einnig við Cambridge í Englandi, en doktorsprófi lauk hann í Ósló árið 1927 og var doktorsritgerð hans um hljóðfræði í íslensku. (Stefán Einarsson, Beiträge zur Phonetik der isländischen Sprache. Oslo 1927.)

Sama ár og Stefán lauk námi fékk hann prófessorstöðu við John Hopkins háskólann í Baltimore. Þar starfaði Stefán síðan alla sína starfsævi, eða þar til að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1962. Stefán starfaði aðallega við enskudeild skólans og þá sem kennari í norrænni og enskri (einkum fornenskri) málfræði. Sama ár og Stefán lét af störfum fluttist hann til Íslands og bjó í Reykjavík þar til að hann lést 9. apríl 1972.

Dr. Stefán Einarsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margarete Schwarzenburg frá Eistlandi, en hún var sagnfræðingur að mennt. Þeim varð ekki barna auðið, en Margarete lést árið 1953 og kaus hún dufteski sínu dvalarstað í heimilisgrafreitnum á æskuheimili Stefáns, Höskuldsstöðum. Segir það meira en nokkur orð um hug hennar til Stefáns og uppruna hans.

Síðari kona Stefáns var Ingibjörg Einarsdóttir frá Njarðvíkum, sem átti síðan eftir að reynast Stefáni sérstaklega vel eftir að hann missti heilsuna síðustu árin.

Stefán var um árabil ræðismaður Íslands í Baltimore og varðveitt eru skipunarbréf hans, undirrituð m.a. af F. D. Roosevelt og H. S. Truman, Sveini Björnssyni og Ólafi Thors. Stefán naut mikillar virðingar meðal fræðimanna og má nefna að hann var að Vilhjálmi Stefánssyni einum undanskildum fystur Íslendinga til þess að vera kjörinn í eitt virðulegasta fræða- og vísindafélag Bandaríkjamanna, The American Philosophical Society.

Þessum helstu þáttum úr ævi dr. Stefáns er viðeigandi að ljúka með orðum Vilhjálms Þ. Gíslasonar er hann skrifaði í minningargrein um dr. Stefán:

"Dr. Stefán Einarsson var tvennt um ævina, og hvorttveggja af lífi og sál og með heiðri og sóma. Hann var austfirskur sveitamaður og amerískur prófessor. Hann vann rannsóknir sínar og stundaði háskólakennslu sína vandlega á amerískan nýtísku máta, en í honum var einnig mikið af safnara og grúskara á gamla og góða austfirska vísu."

  • Created on .
  • Hits: 2378