Skip to main content

Smári Ólason er látinn.

Þær sorgarfréttir bárust nýlega, að Smári Ólason fyrrverandi stjórnarmaður í Breiðdalssetri væri fallinn frá eftir stutt en erfið veikindi. Smári og kona hans Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir voru meðal stofnenda Breiðdalsseturs ses í byrjun árs 2011. Eitt af meginverkefnum Breiðdalsseturs er að heiðra minningu dr. Stefáns Einarssonar frá Höskuldsstöðum í Breiðdal og framlag hans til málvísinda og örnefnasöfnunar. Stefán er m.a. annar aðalhöfundur Breiðdælu, drögum til sögu Breiðdals, merku riti sem kom út 1948.

Þau hjón Smári og Ingibjörg Styrgerður komu fram fyrir hönd afkomenda Ingibjargar Árnadóttur, seinni konu dr. Stefáns Einarssonar en Stefán eignaðist ekki afkomendur. Þau Ingibjörg Styrgerður og Smári lögðu fram til safnsins arfleifð dr. Stefáns og er hún varðveitt í Breiðdalssetri. Höfðinglegt framlag þeirra hjóna verður seint fullþakkað og sömu leiðis var stjórnarseta Smára í Breiðdalssetri starfseminni mikilvæg.

Um leið og framlag og stjórnarseta Smára er þökkuð sendir stjórn Breiðdalsseturs Ingibjörgu Styrgerði innilegar samúðarkveðjur og heitir því og leggur áherslu á að sýna minnigu dr. Stefáns Einarssonar þá virðingu sem honum ber. Breiðdælingar eru sammála um að dr. Stefán Einarsson sé einn merkasti Breiðdælingur á síðustu öld en hann fæddist árið 1897 og framlag hans til heimasveitar sinnar og íslenskrar menningar er ómetanlegt.

  • Created on .
  • Hits: 2264

Minning

 

GSH InPixioFallin er frá Guðrún Sigríður Haraldsdóttir  myndlistarkona og leikmynda- og búningahöfundur. Hún  starfaði við leikhús, kvikmyndir og sjónvarp á Íslandi, Englandi og í Danmörku um árabil.

Guðrún Sigríður átti stóran þátt í uppsetningu sýninga í Breiðdalssetri  við stofnun þess og á fyrstu árum starfseminnar. Hún sá um heildarhönnun á allri uppbyggingu Breiðdalsseturs og lagði drög að þeim sýningum sem enn eru uppi og fjalla um tvær að stoðum Breiðdalsseturs, enska jarðfræðinginn George P. Walker og dr. Stefán Einarsson prófessor og málvísindamann frá Höskuldsstöðum í Breiðdal. Þriðja grunnstoðin fjallar svo um samfélagið í Breiðdal

Skipulag þessara sýninga sem hvor um sig er í sérstökum minningarstofum a efri hæð Breiðdalsseturs  er í samræmi við hugmyndir Guðrúnar Sigríðar um mikilvægi heildarmyndar safnsins og skiptingu í 3 meginhluta. Svo mun verða um ókomna framtíð, þar sést einstök smekkvísi og listfengi hennar vel.

Hún skipulagði  einnig fleiri sýningar, 2009 sýninguna „Þær saumuðu þegar amma var ung“  og árið 2012 setti hún upp glæsilega samfélagssýningu, Bernskublíð Breiðdalsvík, sem fjallar um sögu Breiðdalsvíkur.

Gunna Sigga eins og hún var kölluð var bæði listfeng og hugmyndarík og féll vel inn í umhverfið á Breiðdalsvík þegar verið var að byrja að móta starfssemina í Gamla kaupfélaginu sem síðar varð Breiðdalssetur. 

Hún var sjálf með skemmtilega sýningu vorið 2009 þar sem hún notaði gamlar myndir úr safni Stefáns Einarssonar.  Sýninguna kallaði hún Fortíðar flögur, og síðan fór hún með þá sýningu út og setti upp London, þar sem hún starfaði að list sinni í áratugi.

 Gunna Sigga  náði góðum tengslum við fólkið í Breiðdal og virkjaði það með sér í tengslum  við samfélagssýninguna Bernskublíð Breiðdalsvík. 

Að leiðarlokum þakkar stjórn Breiðdalsseturs Guðrúnu Sigríði Haraldsdóttur ómetanlegt framlag við uppbyggingu menningar- og fræðaseturs á Breiðdalsvík.  Þar munu verk hennar lifa um ókomna framtíð. Sárt er að sjá á eftir þessari hæfileikaríku konu á besta aldri, en minning hennar mun lifa m.a. í sýningum í Breiðdalssetri.

Syni Guðrúnar Sigríðar og öðrum ástvinum eru færðar samúðarkveðjur.

F.h. stjórnar Breiðdalsseturs

Hákon Hansson

 

  • Created on .
  • Hits: 3010

Menningarverðlaun SSA 2018 til Breiðdalsseturs!

Menningarver laun SSA 2018IMG 0670

Menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) fyrir árið 2018 voru veitt á aðalfundi SSA 7. september 2018. Það var Breiðdalssetur sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Verðlaunin voru veitt Breiðdalssetri fyrir að auka aðgengi almennings að þekkingu og menningu fyrri tíma.

Það var Sigrúin Blöndal, fráfarandi formaður SSA sem afhenti Hákoni Hanssyni formanni stjórnar Breiðdalsseturs verðlaunin og sagði m.a. eftirfarandi í ávarpi sínu:

Breiðdalssetur var formlega stofnað 2010 og er því aðeins 8 ára gömul stofnun. Setrið byggir á þremur grunnstoðum; jarðfræði, málvísindum og sögu en þó er aðaláhersla lögð á jarðfræði en setrið   varðveitir arfleifð breska jarðfræðingsins George Walker,  eins frægasta eldfjallafræðings heims á 20. öldinni. Walker rannsakaði austfirska jarðlagastaflann í 10 sumur á árunum 1955-1965 með höfuðáherslu á Breiðdalseldstöð.  Frá upphafi hefur safnið líka verið helgað minningu dr. Stefáns Einarssonar málvísindamanns. Breiðdalssetur er staðsett í gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík sem hefur verið gert upp og er afskaplega fallegt.

Í Breiðdalssetri eru sýningar og haldin hafa verið málþing, auk þess sem ýmsir menningarviðburðir hafa dregið að sér fjölda gesta.

Það er mikils virði fyrir hvaða samfélag sem er, hvort sem er lítið eða stórt, að þar þrífist menningar- og fræðslustarfsemi. Breiðdalssetur er gott dæmi um slíkt framtak þar sem byggt er utan um það sem fyrir er og fyrir dugnað og áhuga heimamanna og bakhjarla hefur starfsemin vaxið og dafnað með árunum.

Ég vil biðja Hákon Hansson, formann stjórnar Breiðdalsseturs að taka við viðurkenningarskjali og ávísun upp á 250 þúsund.

Hákon tók við viðurkenningunni og þakkaði heiðurinn sem starfseminni er sýndur með þessum verðlaunum.  Hákon sagði í ávarpi sínu að frá upphafi hefði stjórn og starfsfólk Breiðdalsseturs unnið  af mikilli elju við uppbyggingu Breiðdalsseturs og þakkaði sérstaklega jarðfræðingunum Christu Mariu Feucht og Martin Gasser fyrir ómetanlegt framlag í þau  5 ár sem þau störfuðu við Breiðdalssetur.

Forsvarsmenn Breiðdalsseturs vinna nú að frekari uppbyggingu og er vonast til að hægt verði að greina frá frekari uppbyggingu á næstu mánuðum.

  • Created on .
  • Hits: 1307

Vígahnöttur sást skjótast yfir Breiðdalsvík þann 21. nóv. 2017

http://www.austurfrett.is/frettir/vigahnoetturinn-sast-vidha-af-austfjoerdhum

http://www.austurfrett.is/frettir/blagraent-ljos-sast-skjotast-yfir-breidhdalsvik

 

Þorsteinn Sæmundsson, stjarneðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, safnar

frásögnum af vígahnöttum yfir landinu og er listi hans aðgengilegur í gegnum

vefsvæði almanaks skólans:

http://www.almanak.hi.is/vigalist.html

Grein um vígahnöttinn eftir Þorsteinn: http://www.almanak.hi.is/serstein.html

272140740 bolide 5a7 

http://www.almanak.hi.is/serstein.html

  • Created on .
  • Hits: 1533

Ný heimasíða eftir áramót

1-3-breiddalssetur-lr
Eftir áramót fer nýja heimasíðan Breiðdalsseturs á loft.
Þökkum kærlega fyrir styrkinn frá "Brothættum byggðum" verkefninu í maí sl.
http://www.breiddalssetur.is/nyrvefur
  • Created on .
  • Hits: 1164

Guðni Th. á Breiðdalsvík

Við hjá Breiðdalssetri erum stolt að hafa fengið Guðna Th. Jóhannesson, (þá forsetaframbjóðandi) í heimsókn þann 9. júní og eiga undirskrift nýja forsetans í gestabókinni okkar á Breiðdalsvík. Til hamingju með árangurinn Guðni og takk fyrir að líta inn til okkar.

gudni forseti  heimskn-bdsimg 1011

gudni forseti  heimskn

  • Created on .
  • Hits: 1231

Walker sýni frá Hawaii komin

Jarðfræðingurinn G.P.L. Walker skildi eftir sig kennsluefni í Honolulu, þegar hann flutti aftur til Englands fyrir 20 árum síðan. Starfsmaður Breiðdalsseturs fór til Hawaii í mars og gekk frá sýnum Walkers til flutings. Sýnin (2 bretti) eða 1,3 t, voru í rúma tvo mánuði á leiðinni og var siglt yfir hálft Kyrrahafið, í gegnum Panama farvegi, yfir Atlantshaf, til Rotterdam og loks þaðan til Íslands. Sýnin eru frá eldfjöllum allstaðar að úr heiminum, en aðallega Kyrrahafssvæðinu. Þökkum starfsmönnum Háskólans í Hawaii kærlega fyrir aðstoðina þeirra. 

hawaii bdv 0 hawaii bdv 01 hawaii bdv 2

Gögnin í Honolulu Hawaii í mars 2016 og komin til Breiðdalsvíkur Íslands, í maí 2016

  • Created on .
  • Hits: 1313

Jólin 2015

jolakort-frami

jolakort-backsia-logo

  • Created on .
  • Hits: 1277

Byggðastofnun styrkir afritun myndskeiðaefnis Walkers

styrkur nov15 byggdarstofnun087

Í sambandi við verkfefnið „Breiðdælinga móta framtíðina“ afhenti Byggðastofnun Breiðdalssetri 500.000 kr styrk til að afrita kvikmyndir Walkers yfir á rafrænt form. Myndböndin sjálfir (16mm and 8 mm) verða geymdir í Kvikmyndasafn Íslands á Hafnarfirði við rétta hita- og rakastig. Við þökkum kærlega fyrir

  • Created on .
  • Hits: 1479

Styrkur frá Alcoa

Alcoa Fjarðaál AlcoaLogo styrkir Breiðdalssetur í eftirandi verkefnum:

Jarðfræðikennsla í skólunum á Austurlandi, vetur 2014/2015

Málþing um jarðfræði Austurlands, silfurberg í brennidepli, 29.8.2015

Takk kærlega fyrir

  • Created on .
  • Hits: 1329

Aðalfundur Breiðdalsseturs

Aðalfundur Breiðdalsseturs ses hefst 2. maí 2015, kl. 13 í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík

breiddalssetur logo

  • Created on .
  • Hits: 1248

Rannsóknarvinna við nýja hraunið í Holuhrauni

Martin jarðfræðingur Breiðdalsseturs við vinnu á gossvæðinu (í samstarf við rannsóknarhóp HÍ), 7.9.2014

vinna vi hrauni

  • Created on .
  • Hits: 1349

Sýnatöku í Norðfjarðargöngum

http://www.austurfrett.is/frettir/2284-nordfjardargong-samid-vid-breiddalssetur-um-synatoku

agust07082014

Christa Maria Feucht, verkefnastjóri og jarðfræðingur hjá Breiðdalssetri, kom í fyrstu sýnatöku í Norðfjarðargöng. Ljósmynd: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa hf.

Vegagerðin og Breiðdalssetur hafa hafið samstarf um skipulagða sýnatöku á bergi úr Norðfjarðargöngum. Jarðfræðisetur Breiðdalsseturs er að stórum hluta helgaður jarðfræði Austurlands og því gríðarmikla starfi sem George P.L. Walker vann við kortlagningu jarðlagastaflans á Austurlandi. Jarðgangagröfturinn er kjörið tækifæri fyrir jarðfræðinga að rannsaka bergið í þessum hluta jarðlagastaflans. Starfsfólk Breiðdalsseturs mun því taka sýni skipulega úr jarðgöngunum á um 100 m fresti og einnig úr einstaka áhugaverðum lögum eftir því sem tilefni er til. Breiðdalssetur mun varðveita sýnin og verða þau síðar meir aðgengileg til rannsóknar. Ófeigur Örn Ófeigsson, jarðfræðingur hjá HNIT

  • Created on .
  • Hits: 2201

Admisson fee this year

Admission fee to Breiðdalssetur is 300 kr this year

Aðganseyrir 300 kr í ár

  • Created on .
  • Hits: 1359

Ljósmyndakeppni Austurbrúar

Arna Silja tók þátt í ljósmyndakeppni Austurbrúar fyrir hönd Breiðdalsseturs. 
Alls voru sendar inn 188 myndir, teknar af 22 ljósmyndurum. Sigurmyndirnar
voru alls 27 og var þessi mynd ein þeirra.
Ljósmyndin var tekin klukkan 9 um kvöld, 9. júlí 2013 af Breiðdalnum.
Kvöldsólin skein í miklu mystri sem var í loftinu.

kvldsl  breidal

  • Created on .
  • Hits: 1291

Samstarf við Teigarhorn

Teigarhorn er aðgengilegt fyrir almenning, en lítið steinasafn er í litla húsinu hér fyrir neðan á myndinni.
Samstarf er á milli starfsmanna Breiðdasseturs og landvarðar á Teigarhorni.

 teigarhorn.jpg

  • Created on .
  • Hits: 1056

Við óskum gleðilegra jóla 2012 og farsæls komandi árs

smatindar

smatindar.jpg

Smátindar og Flögufoss í Breiðdal, þar sem Jólasveinar eiga heima.

The mountain of Smátindar and the frozen waterfall Flögufoss in the Valley of Breiðdalur.

  • Created on .
  • Hits: 1661

Styrkur frá Vaxtarsamningi Austurlands

Breiðdalssetur fékk styrk frá Vaxtarsamningi Austurlands 
til að vinna bækling um jarðfræði og steinasöfn á Austurlandi.
Samstarfsaðilar Breiðdalsseturs í verkefninu eru Háskóli Íslands, 
Náttúrustofa og Ferðamálasamtök Austurlands.

alt

http://www.austur.is/

 

 

 
  • Created on .
  • Hits: 1521