Skip to main content

Samstarfssamningur við Minjasafn Austurlands

Í annarri viku janúarmánaðar 2012 var undirritaður samstarfssamningur milli Breiðdalsseturs og Minjasafn Austurlands um skráningu muna og gagna í varðveislu setursins.

Samningurinn er stór áfangi í starfi Breiðdalsseturs og formlegri skráningu muna þess.

 

thunnsneidar

 

 

  • Created on .
  • Hits: 1323

Sumarstarf í boði á Breiðdalssetri

Breiðdalssetur leitar að sumarstarfsmanni í gestamóttöku, skráningarvinnu safnhluta ofl. tilfallandi störf. Lifandi og skemmtilegt starf í góðu starfsumhverfi.

Hæfniskröfur:

  • Sambærileg starfsreynsla æskileg
  • Tungumálakunnátta
  • Þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Þekking á svæðinu
  • Lágmarksaldur 20 ár

Nánari upplýsingar veita Erla Dóra og Hrafnhildur Ýr í síma 470-5565

Umsóknir sendist í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 25. maí

  • Created on .
  • Hits: 1418

Opnun nýrrar ljósmyndasýningar

Þann 19. ágúst kl 19:30 opnar ljósmynda- sýning með verkum eftir listamanninn Söndru Mjöll Jónsdóttur.  

Sýningin er afrakstur listamannadvalar í Vesterålen í Noregi 2oo9 og mun hluti af sýningunni einnig verða sýndur í Noregi.

Allir hjartanlega velkomnir.

 ljosmyndasyning litil

  • Created on .
  • Hits: 1716

Úrslit í Ljósmyndakeppni Breiðdalshrepps

Í gær fimmtudaginn 12. ágúst voru úrslit tilkynnt    Felagarnir_og_Rokkvi   Kynjamyndir_i_klaka   Breiddalur_ad_baki_sapukulu_-_2008

í Ljósmyndakeppni Breiðdalshrepps.   

Páll Baldursson afhenti vinningshöfunum 

verðlaun sem var inneign í Myndsmiðjunni.               


Þáttakendur fá myndirnar af sýningunni sem

þakklæti fyrir þáttökuna og geta sótt
hana eftir þann 18. ágúst eða fengið hana senda.


Vinningshafanir eru:

 

1.Verðlaun, Herborg Þórðardóttir.   

Felagarnir_og_Rokkvi

 

2.Verðlaun, Ómar Melsteð.

Kynjamyndir_i_klaka

 

 

3.Verðlaun og Gestaval,  Arna Silja Jóhannsdóttir.

Breiddalur_ad_baki_sapukulu_-_2008

  • Created on .
  • Hits: 1210

Sýning á myndum úr ljósmyndasamkeppninni í Gamla kaupfélaginu er að ljúka.

Sumarið 2009 var efnt til ljósmyndakeppni á vegum Breiðdalshrepps.  Góð þátttaka var og alls komu 67 ljósmyndir, sem sýndar hafa verið á vefsíðu Breiðdalshrepps. 


Í vor var skipuð þriggja manna dómnefnd til að velja í þrjú efstu sætin.  Valin var ein mynd frá hverjum þátttakenda og hafa þessar myndir verið til sýnis í Gamla kaupfélaginu

í sumar.  Úrslit dómnefndar og verðlaun verða afhent fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í keppninni, ásamt vali sýningargesta á bestu myndinni verða fimmtudaginn 12. ágúst nk. kl. 19:30.  Úrslitin verða birt á vefsíðunni föstudaginn 13. ágúst en sýningunni lýkur miðvikudaginn 18. ágúst.

  • Created on .
  • Hits: 1223

17. júní 2010 - Dagskrá


Skrúðganga frá hreppsskrifstofu hefst kl. 14:00.

Síðan verður dagskrá við kvenfélagsskúrinn, við hliðina á Hótel Bláfelli.

Þar verður 17.júní hlaup, reiðhjólakeppni og leikir.  Grillaðar verða pylsur og bakaðar vöfflur. 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira:17. júní 2010 - Dagskrá

  • Created on .
  • Hits: 1101

Sýning um Stefán Einarsson frestuð

 Opnun sýningar um Stefán Einarsson sem vera átti um komandi helgi frestast um sinn vegna óviðráðanlegra orsaka.

 Þessa dagana er unnið að því að móta sumarstarfið og fljótlega verður tilkynnt með hvaða hætti sumarið verður, sýningar, opnunartími ofl.

 

 

  • Created on .
  • Hits: 1554