Áhugavert skáldaþing um austfirsk skáld í Breiðdalssetri 1. september. Takið daginn frá og heimsækið Breiðdalssetur!
- Created on .
- Hits: 1435
Opið hús var í Borkjarnasafni Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) á Breiðdalsvík föstudaginn 19. maí. Viðburðurinn var samstarfsverkefni á milli NÍ og Breiðdalsseturs. Fjöldi gesta kom og skoðaði hversu vel hefur tekist til með þessa uppbyggingu sem hófst á árinu 2015. Myndirnar segja meira en mörg orð, en gamla sláturhúsið hefur fengið nýtt hlutverk sem glaðst var yfir í dag.
Starfsmenn safnsins voru allir þarna. Þeir eru dr. Birgir Óskarsson jarðfræðingur, sem hefur yfirumsjón með safninu fyrir hönd NÍ, Martin Gasser, jarðfræðingur í borkjarnasafninu og Breiðdalssetri og síðast en ekki síst Hrafnkell Hannesson sem hefur starfað við safnið frá upphafi sem tæknimaður.
Sérstaklega ánægalegt var að geta sýnt einn frægasta borkjarna Íslands, IRDP-karni (Iceland Research Drilling Project) sem fékkst við djúpborun (1919 m) sem fram fór á árinu 1978 á Reyðarfirði. Kjarninn hefur alla tíð verið geymdur á Reyðarfirði og var loksins fluttur á endastöð til Breiðdalsvíkur nú í byrjun maí. Glímufélagið á Reyðarfirði bar kassana upp úr kjallara Stríðsárasafnsins, þar sem ekki var hægt að komast að þeim með lyftara. Þeim eru færðar kærar þakkir fyrir hjálpina. Einnig er fulltrúum Fjarðabyggðar þakkaður stuðningurinn með því að senda þessa borkjarna í safnið. Hægt er að lesa meira um borunina í Reyðarfirði hér.
Heiðursgestur var Jóhann Helgason, jarðfræðingur við Landmælingar Íslands sem vann með áðurnefnda IRDP-kjarna á sínum tíma.
Aðilar sem komu að uppsetningu borkjarnasafnsins
Starfsmenn NÍ og Breiðdalsseturs ásamt heiðursgesti Jóhanni Helgasyni
Heimamenn að skoða borkjarnasafnið
Jarðfræðingar að skoða IRDP kjarnann
Drilling of the IRDP (Iceland Research Drilling Project) at Áreyrar in Reyðarfjörður in 1978, picture by Jóhann Helgason
Föstudaginn 19. maí verður opið hús í húsakynnum borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar á Breiðdalsvík. Framkvæmdir hafa staðið yfir í vetur við uppsetningu hillurekka til að koma borkjörnunum fyrir. Þeim áfanga er nú að verða lokið og því er gott tilefni til að hafa opið hús og kynna starfsemi borkjarnasafnsins fyrir heimamönnum og öðrum gestum. Húsið verður opið frá 12-18 og eru allir hjartanlega velkomnir. Kaffi og kleinur í boði hússins.
Föstudaginn 19. maí verður opið hús í húsakynnum borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar á Breiðdalsvík. Framkvæmdir hafa staðið yfir í vetur við uppsetningu hillurekka til að koma borkjörnunum fyrir. Þeim áfanga er nú að verða lokið og því er gott tilefni til að hafa opið hús og kynna starfsemi borkjarnasafnsins fyrir heimamönnum og öðrum gestum. Húsið verður opið frá 12-18 og eru allir hjartanlega velkomnir. Kaffi og kleinur í boði hússins.
Spjall með Graham Durant prófessor og yfirmanni Ástralska vísindasafnsins í Canberra
Í tilefni safnadagsins, sunnudaginn 17. maí nk., verður opið í Breiðdalssetri frá kl. 11-18. Heitt á könnunni og allir hjartanlega velkomnir!
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ fjallar um Nornahraun og eldgosið norðan Vatnajökuls 2014/2015.
Aðgangseyrir 500 kr. (tökum ekki kort)
Jólasamkoma í Breiðdalssetri, Gamla Kaupfélaginu:
28. desember kl. 17
Sýnd verða gömul kvikmyndabrot af fólki og viðburðum í Breiðdal og á Breiðdalsvík.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Heimafólk ekki gleyma!!
Þann 18. ágúst nk. verður til sýnis í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík, handverk unnið úr hreindýrshornum af Jóhanni S. Steindórssyni. Heitt á könnunni og súkkulaði á kantinum.
Allir hjartanlega velkomnir! Opið frá kl. 10:30-18:30
.
Met í gestafjöldi!! það mættu 146 manns!!