Skip to main content

IRDP (Iceland Research Drilling Project) kjarninn - gögn

  • Í borkjarnasafninu á Breiðdalsvík er kjarni sem fékkst úr rannsóknarholu við Áreyjar í Reyðarfirði árið 1978. Það ár fór fram fjölþjóðlegt verkefni við borun og sýnatöku kjarnans og höfðu þátttakendur aðstöðu á Reyðarfirði. Að borun lokinni var kjarnanum komið fyrir í Dalhousie háskóla í Halifax, Kanada. Síðan var ætlunin að honum yrði endanlega skilað til varðveislu á Íslandi. Það gekk eftir og árið 1998 var kjarninn fluttur til Reyðarfjarðar og komið fyrir til bráðabirgða í Stríðsminjasafninu. Árið 2017 var síðan fundinn varanlegur geymslustaður fyrir kjarnann í borkjarnasafninu á Breiðdalsvík. Kjarninn, sem er 1919 m langur, þykir merkilegur vegna ítarlegra rannsókna sem á honum voru gerðar og ekki síst tengingu kjarnans við yfirborðsjarðfræði svæðisins á Reyðarfirði.

  • Vigfus OlafssonÁ myndinni er Vigfús Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri á Reyðarfirði, við gáminn sem kjarninn kom í frá Halifax. Flutninginn til Íslands annaðist Eimskip án endurgjalds. Mynd eftir Jóhann Helgasonþ

  • Ljósmyndir af boruninni 1978 eftir Marcos Zentilli 3

    Borun IRDP-holu á Áreyjum í Reyðarfrði 1978, mynd eftir Marcos Zentilli.



    IRDP articles 1982  18582240 10209120071780194 1045231028024027670 n irdp obs  

  • Yfirlit vísindagreinanna um IRDP í "Journal of Geophysical Research, Vol. 87, 1982

  • Ljósmyndir af kjarnanum eftir Jóhann Helgason 564 m  -  962 m

  • Samantekt af log-bókum (core summaries) eftir Paul T. Robinsson og Hans-Ulrich Schminke 1978

IRDP core summaries 1 001  IRDP core summaries 1 003  IRDP core summaries 1 007  pdf-skjöl: PART 1 - PART 2 - PART 3 - PART 4


  Log bækur sem pdf frá 1978 hér fyrir neðan  IRDP detailed core log volume 1001 001  IRDP detailed core log volume 1001 012

 

  • Created on .
  • Hits: 2129