Sýningaropnun laugardaginn 3. apríl kl.14:00
Hjónin á Höskuldsstöðum í Breiðdal Marietta Maissen og Pétur Behrens sýna verk sín á báðum hæðum hússins
Á efri hæð verða sýnd grafíkverk og vatnslitamyndir Mariettu Maissen
Á neðri hæðinni verða sýnd myndskreytingar Péturs Behrens við Hrafnkelssögu Freysgoða
Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofu á Skriðuklaustri, flytur stuttan fyrirlestur um söguna
Hlín Pétursdóttir Behrens óperusöngkona flytur fimm klassík verk við píanóundirspil James Graham tónlistakennara á Egilsstöðum
Kvenfélagið Hlíf framreiðir kaffihlaðborð á sanngjörnu verði
Allir velkomnir !!
Hér er að finna upplýsingar um listamennina og sýningarskrá á .pdf-formi
- Created on .
- Hits: 1483