Skip to main content

Tillaga um Breiðdalseldstöð-Geopark

Breiddalseldstod snid

Mynd eftir Martin Gasser 2016, með upplýsingum frá Walker 1963

Breiðdalseldstöð var virkt eldfjall fyrir rúmlega 9 milljón árum, hún liggur á milli Berufjarðar og Breiðdals í landi Djúpavogshrepps og Breiðdalshrepps. Jöklarnir á ísöld hafa rofið landslagið þannig að hægt er að sjá inn í kulnaða eldstöðina. Ísöld lauk fyrir rúmlega 12.000 árum. Fleiri en 10 slíkar eldstöðvar finnast á Austurlandi. Sérstaða Breiðdalseldstöðvar er hins vegar að hægt er að keyra í kringum hana, ganga upp að henni og yfir hana. Nánast öll stig í lífi eldfjallsins eru sjáanleg einhvers staðar á því svæði sem hér er lýst. Það er einstök upplifun að ganga og skoða sig um "í innviðum eldfjalls“ eins og hægt er í tilfelli þessarar eldstöðvar. Skýrsla vegna tillögunar má sjá hér

  • Created on .
  • Hits: 1514