Jarðfræðikort Austurlands 1:100.000
Jarðfræðikortið verður tilbúið til sölu í sumar
Erindi um jarðfræðikort Austurlands eftir höfunda kortsins Birgir V. Óskarsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, nóv. 2015
Í erindinu verður fjallað um útgáfu nýs jarðfræðikorts af Austurlandi í 1:100.000 sem nær yfir svæði frá Berufirði yfir í Mjóafjörð. Það sýnir þrjár útkulnaðar megineldstöðvar: Breiðdalseldstöðina, Reyðarfjarðareldstöðina og Þingmúlaeldstöðina. Kortið er að mestu byggt á jarðfræðikortum breska jarðfræðingsins G.P.L. Walkers sem starfaði á Austurlandi á árunum 1954–1965. Einnig voru tekin saman kort eftir aðra jarðfræðinga sem og skýrslur frá jarðfræðistofum. Jarðfræðikortið var unnið samhliða doktorsverkefni Birgis Vilhelms. Í erindinu verður einnig greint frá niðurstöðum rannsókna á jarðfræði Austurlands. Rannsóknirnar hafa vakið upp ýmsar hugmyndir um upprunasvæði hraunsyrpa í jarðlagastaflanum, flæðiferli hrauna og áætlað kvikustreymi úr gosrás forneldstöðvanna. Þá verður fjallað um gerð nýs líkans um samspil möttulstróksins og rekbeltisins sem býður upp á mögulegar úrlausnir í túlkun á jarðfræði Íslands.
- Created on .
- Hits: 3918