Skip to main content

Leó Kristjánsson - Silfurberg: Mikilvægasta framlag Íslands til umheimsins? 29. apríl 2011

Föstudaginn 29. apríl kl. 12:15 flytur Leó Kristjánsson erindi um silfurberg á Austurlandi, notkun þess og mikilvægi á heimsvísu. Boðið verður upp á súpu. Leó Kristjánsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Á síðastliðnum 16 árum hefur hann meðal annars unnið að öflun gagna um notkun silfurbergskristalla í vísindum, einkum á tímabilinu 1780-1930. Rannsóknir á þessum kristöllum, sem fram til 1900, eða lengur, komu í flestum tilvikum frá Helgustöðum í Reyðarfirði, höfðu mikil áhrif á þróun ljósfræði og juku skilning á eðli efnisheimsins. Enn meiri urðu áhrif svonefndra Nicol-prisma úr silfurberginu, sem notuð voru í sérhæfð ljóstæki til fjölbreytilegra rannsókna á mörgum sviðum raunvísinda. Er óhætt að segja, að íslenska silfurbergið hafi flýtt ýmsum mikilvægum tækniframförum mannkyns um áratugi. Erindið er í senn sagnfræðilegt og jarðfræðilegt og er opið öllum.

MYNDIR FRÁ VIÐBURÐINUM                                                  Fyrirlestur Leós Kristjánssonar

IMG 7921        IMG 7922

Silfurberg úr Breiðdal

  • Created on .
  • Hits: 1360