Skip to main content

Jarðfræðinemar frá Edinborgarháskóla í kennsluferð

Þessa vikuna er hópur nemenda frá jarðfræðideild Edinborgarháskóla í heimsókn á Breiðdalsvík. Hópurinn er í árlegri rannsóknarferð og er einn megintilgangur ferðarinnar að skoða jarðfræði Breiðdalseldstöðvarinnar. Edinborg 2010TT IG

Þetta er annað árið sem slíkur nemendaleiðangur kemur til Breiðdalsvíkur, en leiðangurinn sumarið 2009 var mjög árangursríkur að mati kennara hópsins dr. Þorvaldar Þórðarsonar.
Á föstudagskvöldið munu nemendurnir vera með opna fyrirlestra í Gamla kaupfélaginu um verkefni sín.

Myndir námsferðarinnar hér

  • Created on .
  • Hits: 1939