Skip to main content

Aðalverkefnið Breiðdalsseturs árið 2015 snýst um silfurberg

Silfurberg er kalsíttegund (CaCO3) og er algeng ummyndunarsteind í bergi á Íslandi, sérstaklega á Austfjörðum. Steindin átti virkan þátt í framþróun vísinda og mætti segja að án silfurbergs væri ýmislegt í tækniheimi mannkynsins ekki enn komið á þann stað sem það er í dag. Margar uppgötvanir voru gerðar á silfurbergi og með hjálp þess, sem fleyttu framþróun í ýmsum vísindagreinum áfram. Flestar þessara uppgötvana komu fram á 19. öld, en þá var Helgustaðanáma í Reyðarfirði eini staðurinn í heiminum þar sem silfurberg fékkst.

Verkefnið inniheldur:

1. Sýningu, sem sett verður upp í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík í sumar, en verður síðan flutt á Eskifjörð í lok árs

2. Kynningarefni um silfurberg

3. Málþing um jarðfræði Austurlands með áherslu á silfurberg, 29. ágúst 15 á Breiðdalsvík og skoðunarferð til Helgustaðanámu (styrkt af Alcoa)

silfurberg

 Silfurberg tvíbrýtur ljósið og sjást hlutir tvöfaldir, ef silfurbergið er gegnsætt (Einarsson og Sæmundsson 2013)

  • Created on .
  • Hits: 1449